Hjálparstofnun Síðari daga heilagra blessaði líf milljóna árið 2019

Systir og bróðir

Hjálparstofnun Síðari daga heilagra setti aukið mark á heiminn með starfi sínu, til að blessa milljónir mannslífa í 142 löndum og umdæmum, með því að vinna að 3.221 verkefni, með 2.000 samstarfsaðilum. Mannúðarstofnun Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu gaf út þessar tölur og fleiri í dag í ársskýrslu sinni fyrir árið 2019.

Hjálparstofnun Síðari daga heilagra vann að markmiði sínu að annast hina nauðstöddu, hvetja til sjálfboðastarfa og sjálfsbjargar á margan hátt:

  • Neyðarhjálp: 194 verkefni í 64 löndum og umdæmum
  • Sjónvernd: 129.819 manns hjálpað í 32 löndum og umdæmum
  • Mæðra og ungbarnavernd: 83.555 manns hjálpað í 27 löndum og umdæmum
  • Fæðuöryggi: 181.398 manns hjálpað í 15 löndum og umdæmum
  • Hreint vatn og hreinlætismál: 316.790 manns hjálpað í 26 löndum og umdæmum
  • Bólusetningar: Sex herferðir til að eyða sjúkdómum í þróunarlöndum
  • Hjólastólar: 52.381 manns hjálpað í 41 landi og umdæmi
  • Flóttamannaaðstoð: 387 verkefni í 48 löndum og umdæmum
  • Alþjóðleg samfélagsverkefni: 994 verkefni í 107 löndum og umdæmum
  • Samfélagsverkefni í Bandaríkjunum og Kanada: Margháttuð verkefni í 42 löndum og umdæmum

Auk fjármagns frá Síðari daga heilögum, sem gefa í mannúðarsjóð kirkjunnar, þá nýtur Hjálparstofnun Síðari daga heilagra líka stuðnings annarra örlátra gefenda. Árið 2019 notaði Hjálparstofnun Síðari daga heilagra þessi framlög til að hjálpa nauðstöddum um heim allan. Það fjármagn er einungis lítill hluti af árlegum heildarútgjöldum kirkjunnar helgað mannúð og velferð (nær því að vera milljarður dollara á ári). Stór hluti föstufórnarsjóðs kirkjunnar er einnig notaður til að standa undir þessum útgjöldum, sem biskupar í heimasöfnuðum nota til að hjálpa fátækustu meðlimum safnaðar síns.

Frá upphafsári stofnunarinnar, árið 1985, hefur Hjálparstofnun Síðari daga heilagra veitt aðstoð yfir 2,3 milljarða dollara virði, í 197 löndum.

Mannúðarsjóður

Meðal helstu atburða sem Hjálparstofnun Síðari daga heilagra hefur brugðust við árið 2019, voru fellibyljirnir Idai og Kenneth, sem ollu flóðum er eyðilögðu uppskeru síðastliðið vor í Mósambík, Malaví og Simbabve. Hjálparstofnun Síðari daga heilagra átti samstarf við alþjóðlegar og staðbundnar stofnanir við að sjá þeim sem urðu illa úti vegna hins ofsafengna óveðurs fyrir skýlum og matvælum. Auðvitað tekur langan tíma að ná sér eftir slíkar hörmungar að þeim loknum. Mánuðum eftir fellibyljina vinna Hjálparstofnun Síðari daga heilagra og samstarfsaðilar hennar að viðgerðum á skólabyggingum áður en rigningartímabilið hefst, svo nemendur hafi þurran stað til að læra á.

Sharon Eubank, forseti Hjálparstofnunar Síðari daga heilagra, ígrundaði mannúðarstarf síðasta árs og sagði megin starfsreglu stofnunarinnar vera þá að komast fyrst að því hvers fólk þarfnast og síðan koma á virku starfi því til hjálpar.

„Þegar við skoðum umfangsmesta starfið sem átti sér stað á síðasta ári, líkt og fellibylinn í Mósambík, viðbrögðin við hungursneyðum, starfið sem unnið var í tengslum við hina mismunandi fellibylji og álíka, þá er meginreglan sú að komast á staðinn og komast að raun um hvers fólk þarfnast þáþegar og síðar. Eftir það getum við tekið til starfa við að uppfylla það,“ sagði hún. „Ársskýrslan greinir frá sumu því mikla starfi sem við höfum unnið á vettvangi, til að komast að hinum raunverulegu þörfum.“

Systir Eubank lagði einnig áherslu á mikilvægi orðanna Síðari daga heilagra í nafninu Hjálparstofnun Síðari daga heilagra. Fram að ágúst síðastliðnum hafði stofnunin verið þekkt undir nafninu Hjálparstofnun SDH. Nafninu var breytt í Hjálparstofnun Síðari daga heilagra, í samræmi við leiðsögn Russells M. Nelson forseta um að nota fullt nafn kirkjunnar.

„Með hvatningu hans um að nota fullt nafn kirkjunnar höfum við orðið Hjálparstofnun Síðari daga heilagra,“ sagði systir Eubank. „Mér líst mjög vel á hvernig nafnið hljómar, því stofnunin er líknararmur Síðari daga heilagra – þeir fjármagna hana og gefa af tíma sínum í þágu samfélagsins. Þannig endurspeglum við í raun hugsjónir, starf og vonir hinna Síðari daga heilögu.“

„Ársskýrslan er hluti af ábyrgð okkar gagnvart hinum Síðari daga heilögu, sem hafa gefið í mannúðarsjóðinn á tíundarseðlinum,“ sagði systir Eubank. „Þetta er hluti af greinargerð okkar til fólksins sem hefur gefið svo mikið, svo að það fái séð hverju framlög þess koma til leiðar.“