Hvernig er samstarfi við aðra trúarleiðtoga háttað?

Mohammad Abdulkarim Al-Issa með Æðsta forsætisráðinu
Mohammad Abdulkarim Al-Issa með Æðsta forsætisráðinu

Það var fyrir næstum 180 árum sem Joseph Smith kom fram með hugsjón að umburðarlyndi, sem eftir á að hyggja virðist sláandi nútímaleg. „Ég fullyrði djarflega frammi fyrir himnum, að ég er jafn fús til að deyja til varnar réttindum öldungakirkjunnar, baptista eða sérhvers góðs manns einhvers trúarsafnaðar.“

Sem fyrsti forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, upphóf Smith regluna um trúfrelsi og umburðarlyndi, er hann ritaði: „Vér krefjumst þeirra réttinda að fá að tilbiðja almáttugan Guð, eftir því sem eigin samviska býður, og viðurkennum sömu réttindi til handa öllum mönnum. Lofum þeim að tilbiðja, hvernig, hvar eða hvað, sem þeim þóknast.“ (Trúaratriðin 1:11).

Þann 5. nóvember 2019 átti hans hágöfgi, doktor Mohammad Abdulkarim Al-Issa, aðalritari Heimssambands múslima og forseti Alþjóðasamtaka fræðimanna múslima, fund með Æðsta forsætisráðinu í Salt Lake City, Utah, Bandaríkjunum. Sjá grein á ensku hér.

„Það sem ég hef séð hér er frábært dæmi um sanna merkingu miskunnsemi og kærleika til mannkynsins,“ sagði doktor Al-Issa eftir heimsókn á Velferðartorgið, samkvæmt fréttagrein Fréttstofu. „Við, um allan heim, þurfum að fylgja þessari mannúðar (nálgun) nákvæmlega. Heimurinn allur þyrfti líka að kynna sér þetta starf og verkefni og læra af því.“

 „Við getum komið þessum skilaboðum til íslamska heimsins og sagt að til sé fólk í sumum heimshlutum sem (helgar) sig þjónustu við bræður sína og systur og mannkynið. Ég vil óska ykkur til hamingju. Það kemur mér virkilega á óvart að sjá þá starfsemi sem þið haldið úti hér. Þið eruð hvetjandi fyrir aðra.“

Fyrri hluta árs 2019 átti Russel M. Nelson forseti fund með Francis páfa í Vatíkaninu í Róm, sem var fyrsti fundur forseta Síðari daga heilagra og páfa. Heimsóknin átti sér stað degi áður en Nelson forseti helgaði fyrsta musterið í Róm fyrir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. M. Russell Ballard, forseti Tólfpostulasveitarinnar, var í fylgd Nelsons forseta. Sjá grein á íslensku hér.

Að loknum hins 33ja mínútna fundar, áttu Nelson forseti og Ballard forseti fund með fjölmiðlafólki. „Við áttum einlæga og ógleymanlega upplifun. Hans heilagleiki var afar elskulegur og hlýr og tók okkur opnum örmum,“ sagði Nelson forseti. Hann sagði ennfremur: „Hve ljúfur og yndislegur maður hann er og hve lánsamir kaþólikkar eru að eiga slíkan náðugan, umhugaðan, ástríkan og hæfan leiðtoga.“

Fjöltrúarlegur fundur með Platter, ríkisstjóra Týrol

Gerhard Egger, biskup í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, lagði áherslu á árangursríkt fjöltrúarlegt starf á þessu ári (2019) sem talsmaður fjöltrúarlegs vettvangs í Innsbruck, Austurríki. Fjöltrúarleg samstillingarferð til Rómar, haldin af Night of the Churches as the Long Night of Religions, og fjöltrúarlegt framlag, sem hluti af 350 ára afmæli háskólans í Innsbruck. Persónulega skynjar hann að þörf sé á enn frekari fræðslu hvað varðar kynningu trúarlegra samfélaga og miðlun þeirra á gildum til að koma á stöðugleika í samfélaginu. Sjá grein á þýsku hér.

Betsy VanDenBerghe sagði í grein sinni Becoming Better Saints through Interfaith Involvement [Verða betri heilagir með fjöltrúarlegum samskiptum]: „Í þjónustu með þeim sem eru annarrar trúar, hefur mér fundist hvatningin frá öldungi Quentin L. Cook í Tólfpostulasveitinni, vera sönn: ‚Virðing og einlæg þjónusta milli trúarbragða byggir ekki aðeins upp samfélög okkar, heldur gerir okkur einnig kleift að vaxa sameiginlega og hvert um sig, í kærleika okkar til Guðs og barna hans.‘ … Ég veit líka að við Síðari daga heilagir tökum boð Jesú alvarlega, um að elska náunga okkar, klæða nakta, fæða hungraða og vitja fangana (sjá Matteus 25: 34–36), án þess að vænta trúarlegrar umbreytingar þiggjandans eða þeirra sem þjóna með okkur. Einlæg og lofsamleg fjöltrúarleg þáttaka krefst þess aldrei að einhver trúarhópur, þ.m.t. við, víki frá trú sinni. Hún hvetur fremur þátttakendur til að ‚[stríða] ei gegn nokkurri kirkju‘ (K&S 18:20) og ‚klæðast [sjálfir] bandi kærleikans‘ (K&S 88:125)“.