Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Evrópu segja frá persónulegu mikilvægi aðalráðstefnu

Russel M. Nelson forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu
Russel M. Nelson forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu

FRANKFURT — Milljónir um heim allan munu taka þátt í aðalráðstefnu Kirkju Jesú Krists hinna Síðari dag heilögu, 5. og 6. október næstkomandi. Þótt nær ómögulegt sé að gera könnun á rúmlega hálfri milljón meðlima sem búa í Evrópu, þá segja meðlimir víðsvegar að um meginlandið frá persónulegu mikilvægi aðalráðstefnu í eftirfarandi viðtölum.

Meðlimir taka þátt í ráðstefnu því þeir trúa að ræðumennirnir tali fyrir munn Guðs. Fyrir meðlimi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er aðalráðstefna tími til að hlýða á vilja Guðs fyrir milligöngu spámanns okkar tíma, Russells M. Nelson forseta.

Aðalráðstefna er þar af leiðandi mikilvægur viðburður fyrir Goran Štrbački, trúskipting frá Belgrad, Serbíu. „Á sex mánaða fresti njótum við þeirra forréttinda að hlýða á spámanninn og postulana flytja okkur boðskap föðurins. Það er sá tími sem Guð á ríkuleg samskipti við okkur og ég vil vera á staðnum til að heyra það.“

Aðalráðstefnan samanstendur af fimm ráðstefnuhlutum, ríkuleg af leiðsögn og boðskap frá leiðtogum kirkjunnar. Meðlimum finnst engu síður mikilvægara að hlýða á spámenn okkar tíma, eins og að hlýða á Móse, Abraham, Pétur eða Pál frá tímum Biblíunnar.

Štrbački útskýrir að lifandi spámenn hafi laðað hann að kirkjunni. „Þegar ég hlaut mína fyrstu lexíuna um fagnaðarerindið, vissi ég þegar að Guð hafði kallað spámenn til forna til að kenna þjóð sinni.  Það virtist því eðlilegt að spámenn leiði líka á okkar tíma. Ég trúi að spámaðurinn, ráðgjafar hans og postularnir tólf, sem finna má í kirkju okkar, séu ekki að reyna að líkja eftir skipulagi frumkirkjunnar, heldur að þeir séu raunverulegir lærisveinar Drottins Jesú Krists, kallaðir af honum og hafi vald hans til að kenna börnum Guðs.“

Bróðir Savic, í Serbíu, er sammála því að aðalráðstefna sé ekki einungis ætluð kirkjunni. „Boðskapurinn sem við meðtökum af hendi spámanna og postula, er ekki einungis sendur okkur sem kirkju Krists, heldur öllum heiminum.“ Það hvetur hann til að bjóða öðrum að taka þátt. „Þegar ég hef boðið fólki, sem ekki er meðlimir kirkjunnar, að horfa á aðalráðstefnu, hafa allir sagt boðskapinn vera skýran, upplyftandi og ánægjulegan.“

„Ég á sterkan vitnisburð um guðlega köllun spámanns okkar og postulanna,“ sagði Daniel Ašler, frá Celje, Slóveníu. „Ég hlakka alla daga til næstu aðalráðstefnu og bíð þess að vita hvað Drottinn muni segja mér að gera næst, hvernig verða á betri og komast nær honum og syni hans.“

Matthew Roberts segir að aðalráðstefna hjálpi honum að vera betri eiginmaður og faðir.
Matthew Roberts segir að aðalráðstefna hjálpi honum að vera betri eiginmaður og faðir.

Matthew Roberts frá Englandi, segir frá ástæðu þess að hann hlakkar til ráðstefnu.  „Sú tihugsun að okkur gefist kostur á að hljóta opinberun frá frelsara okkar, fyrir tilstilli útnefndra þjóna hans, veitir mér mikla hugarró.. Það hefur verið afar þýðingarmikið fyrir mig persónulega, er ég hef kappkostað að vera betri eiginmaður, faðir og fylgjandi Krists.“

Nancy Bertilson frá Svíþjóð, nýtir aðalráðstefnu til að fá svör við bænum sínum.
Nancy Bertilson frá Svíþjóð, nýtir aðalráðstefnu til að fá svör við bænum sínum.

Aðalráðstefna gerir kirkjumeðlimum einnig kleift að leita svara við spurningum sínum. Nancy Bertilson frá Svíþjóð, útskýrir: „Í mörg ár hafði ég beðið fyrir fólki sem var mér afar kært.  Þegar öldungur Holland talaði í apríl 2016, hlaut ég afgerandi staðfestingu, líkt og hjarta mitt brynni, um að Guð hugðist svara bæn minni.“

Nancy Bertilson útskýrir að það sé jafnvel enn áhrifaríkara að hlusta á eigin tungumáli. „Nokkrum vikum síðar fór ég í göngu um hið fallega land mitt og einsetti mér að hlusta á ræðuna aftur. Ég ákvað að hlusta á sænsku. Það var mér jafnvel enn áhrifaríkari upplifun. Ég flyt bænir á sænsku; ég kenni á sænsku og gef vitnisburð minn á sænsku. Í þetta skipti, á eigin tungumáli, náði boðskapurinn enn dýpra í hjarta mitt. Ég veit að bænum mínum verður svarað.“

Meðlimir kirkjunnar trúa einnig að aðalráðstefna sé tími til endurnýjunar. „Á sama hátt og fjallgöngumenn setja oft upp búðir í göngum sínum, þar sem þeir geta stillt búnaðinn sinn, hvílt sig og styrkt hvern annan fyrir næsta hluta ferðarinnar, þá þurfum við einnig stað til að styrkja hvert annað andlega á. Aðalráðstefna eru slíkar búðir,“ sagði Patrik Sirota, meðlimur kirkjunnar í Slóvakíu.

Systir Eva Ivanová, meðlimur frá Tékklandi, ræddi mikilvægi þess að endurhlaða andlegar rafhlöður okkar vikulega með því að mæta í kirkju á sunnudögum. Aðalráðstefna er henni „auka uppbót, eins og vítamínsprengja. Hún kemur mér á fæturna. Aðalráðstefna veitir mér mikla orku.“

Öllum er boðið að taka þátt í aðalráðstefnu. Ráðstefnunni verður útvarpað beint á MDT tíma, en þeir sem viljar geta horft á hana á netinu síðar eða lesið ræðurnar á kirkjajesukrists.is.

Áætlun aðalráðstefnu fyrir október 2019:

  • Aðalfundur kvenna, fyrir átta ára og eldri, verður haldinn laugardaginn 5. október, kl. 09:00, að íslenskum tíma.
  • Hinir fjórir ráðstefnuhlutar fyrir alla meðlimi verða haldnir, laugardaginn 5. október kl. 16:00 og sunnudaginn 6. október kl. 12:00, 16:00 og 20:00, að íslenskum tíma.

Fylgið myllumerkinu #Aðalráðstefna til að kynna ykkur hvernig þessi ráðstefna hefur haft áhrif á milljónir manna.