Myndbönd Mormónsbókar gefin út á 15 tungumálum

Myndbönd Mormónsbókar
Útgáfa myndbanda Mormónsbókar

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu hefur tilkynnt um útgáfu myndbandaraðar Mormónsbókar frá og með 20. september 2019.  Þessi ný framleiddu myndbönd byggjast á kenningum og atburðum í Mormónsbók: Öðru vitni um Jesú Krist.

Ný myndbönd og myndir af atburðum frá 1. Nefí til og með Enos, verða gefin út alla föstudaga, frá 20. september 2019 til 27. desember 2019. Fleiri myndbönd verða gefin út á árunum 2020 og 2021. 

Kirkjan hvetur til miðlunar þessa efnis, svo auka megi vitund um efni Mormónsbókar og stykja megi trú á himneskan föður og Jesú Krist.

Æðsta forsætisráðið sagði: „Við vonum að myndbönd þessi muni leiða til aukinnar fræðslu og vitundar um kenningar Mormónsbókar. Myndbönd þessi eiga að styðja við persónulegt nám í Mormónsbók, en ekki koma i stað þess. Við bjóðum öllum að nota myndböndin og myndirnar heima og í kirkju. Þau má líka nota til að kynna öðrum hið endurreista fagnaðarerindi Jesú Krists.“

Myndbönd þessi má finna á ChurchofJesusChrist.org, í smáforritinu Gospel Library og með áskrift YouTube rásar hinna nýju myndbanda um Mormónsbók, á ensku, portúgölsku og spænsku.

Myndbönd þessi eru fáanleg á 15 tungumálum, þar sem talið sjö evrópskum málum: Ensku, frönsku, þýsku, ítölsku, portúgölsku, rússnesku og spænsku.

Sýnishorn af fyrstu myndböndunum má finna með því að smella hér.