Nelson forseti hvetur á aðalráðstefnu til endurnýjaðrar skuldbindingar við Krist á róstursömum tíma  

Nelson forseti

Að horfa til framtíðar í trú og keppa að andlegum vexti, þrátt fyrir hörmungartíma, var meðal annars megin boðskapur Russells M. Nelson forseta, heimsleiðtoga kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, á 190. síðari ráðstefnu kirkjunnar (3.-4. október 2020).

Þótt Nelson forseti hafi tjáð gleði yfir því tækifæri að geta komið saman á netinu  á heimslægri ráðstefnu, þá syrgði hann líka með öllum þeim sem hafa orðið illa úti vegna Kóvíd-19 heimsfaraldursins, náttúruhamfara og annarra þrenginga.

Þrátt fyrir hinn róstursama heim, þá sagði hann Drottin vilja að við „horfðum til framtíðar af gleðilegri eftirvæntingu.“  

„Áskorunin fyrir ykkur og mig er að sjá til þess að hvert og eitt okkar muni ná sínu 
guðlega markmiði. Í dag heyrum við oft talað um ‚nýtt eðlilegt ástand.‘  Ef þið í raun þráið ‚ 
nýtt eðlilegt ástand,‘ býð ég ykkur að snúa hjörtum ykkar, huga og sál til himnesks föður okkar 
og sonar hans, Jesú Krists, í vaxandi mæli. Látið það verða ykkar ‚nýja eðlilega ástand.‘“ 

Hjón

Margir ræðumenn þessa heimsatburðar Síðari daga heilagra kölluðu eftir almennri borgaralegri umræðu og að fólk segði algjörlega skilið við kynþáttafordóma. Öldungur Patrick Kearon, yfirforseti hinna Sjötíu, flutti inngangsbæn á morgunhluta sunnudags og bað þeim guðlegrar blessunar sem upplifa sig jaðarsetta. Hann sagði: „Við biðjum þeim lækningar, friðar og huggunar“ og jafnframt „við þráum að snúa aftur til náðar, virðingar og almennrar háttvísi.“ 

Kirkjuleiðtogar bentu á nýjar tæknilegar aðferðir til að miðla fagnaðarerindinu sem reynast árangursríkar. Russell M. Nelson forseti sagði í upphafsorðum sínum á aðalráðstefnunni: „Verki Drottins [miðar] stöðugt áfram. Í yfirstandandi fjarlægðartakmörkunum, notkun andlitsgríma og Zoom-funda, hefur okkur lærst annað verklag og sumt er jafnvel enn skilvirkara. Óvenjulegir tímar geta leitt til óvenjulegs árangurs. Trúboðar okkar og trúboðsleiðtogar hafa verið úrræðagóðir, óbugandi og sannlega ótrúlegir. Þótt flestir trúboðar hafi þurft að finna nýjar og frumlegar leiðir til að sinna starfi sínu, hafa mörg trúboð tilkynnt um fleiri kennslustundir en áður.“

Fjöskylda

Áætlanir voru kynntar um byggingu mustera á sex svæðum: Tarawa, Kiribati; Port Vila, Vanuatu; Lindon, Utah, Bandaríkjunum; Greater Guatemala City, Guatemala; São Paulo East, Brasilíu; og Santa Cruz, Bólivíu. Frá því að Nelson forseti varð leiðtogi kirkjunnar árið 2018, hefur hann tilkynnt um byggingu 48 nýrra mustera. Kirkja Jesú Krists hefur nú 230 musteri tilkynnt, í byggingu eða starfandi.

Henry B. Eyring forseti, í Æðsta forsætisráðinu, tilkynnti um köllun nýs aðalvaldhafa Sjötíu, öldungs Dean M. Davies; nýs meðlims í Yfirbiskupsráðinu, L. Todd Budge biskups; og fjögurra nýrra svæðishafa Sjötíu. Hann greindi líka frá aflausn Dean M. Davies biskups sem meðlims í Yfirbiskupsráðinu og þriggja aðalvaldhafa Sjötíu og 47 svæðishafa Sjötíu. Öldungur Brent H. Nielson kemur í stað öldungs L. Whitney Clayton sem meðlimur í forsætisráði hinna Sjötíu (sem var veitt heiðursstaða fyrrverandi aðalvaldhafa).

Systir Eubank

Á aðalfundi kvenna ræddi systir Sharon Eubank, fyrsti ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins, um getu kvenna til að „fjarlægja fordóma og byggja einingu“ og bauð konum að „[vera] hluti af sameiginlegu afli sem breytir heiminum til hins betra.“

„Konurnar í þessari kirkju hafa ótakmarkaða getu til að breyta samfélaginu,“ sagði hún. Systir Eubank sagði jafnframt: „Sú breyting sem við leitum að innra með okkur og í þeim hópum sem við tilheyrum, [mun] gerast minna með aðgerðarstefnu og meira með því að vera virk í að reyna að skilja hvert annað, hvern dag.“ Konur geta unnið að því að tryggja að viðleitni þeirra sé í takt við aðra, þar sem einstaklingar starfa fyrir almannaheill og hver og einn aðlagar sig að „þörfum og getu hinna.“ Þær geta fengið hlutdeild í krafti Drottins og jafnframt fært öðrum sömu náð og þær leita sjálfum sér. 
Alls voru ráðstefnuhlutarnir fimm talsins yfir helgina og sýndir beint frá ráðstefnusal Ráðstefnuhallarinnar í Salt Lake City, Utah. Ætla má að ræðumenn hafi náð til milljóna víða um heim fyrir tilstilli gervihnatta, útvarps, sjónvarps og Alnets, sem og með prentuðum texta.

Trúboðar Síðari daga heilagra komu fyrst til Evrópu árið 1837. Rúmlega hálf milljón meðlima Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu eru nú á meginlandi Evrópu.