Frankfurt am Main, Germany

Nýir svæðishafar Sjötíu: Barátta og von í heimsfaraldri

Mitt í heimsfaraldrinum hafa Dani og Frakki, sem nýlega voru kallaðir í þessa stöðu, fundið leiðir til að kenna og liðsinna öðrum.

Í einni lítt þekktari frásögn í Biblíunni segir frá því að Jesús hafi falið sjötíu fylgjendum sinna að þjóna og prédika. Í þjónustu Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu eru „hinir Sjötíu“ embætti sem á rætur í þessari frásögn. Mitt í heimsfaraldrinum hafa Dani og Frakki, sem nýlega voru kallaðir í þessa stöðu, fundið leiðir til að kenna og liðsinna öðrum.

„Ef maður getur gefið örlítið af sjálfum sér, mun elska og umhyggja verða öðrum hvatning, segir öldungur Franck A. Poznanski, en köllun hans var tilkynnt á rafrænni samkomu síðastliðinn apríl. „Öldungur“ er trúarlegur titill sem trúboðar og háttsettir kirkjuleiðtogar bera.

Öldungur Poznanski
Öldungur Poznanski

Öldungur Poznanski, sem er fæddur og uppalinn í Angers í vesturhluta Frakklands, er annar hinna tveggja nýju svæðishafa Sjötíu á Evrópusvæðinu – sem er stjórnsýslusvæði kirkjunnar sem nær allt frá Norðurlöndum í norðri til Spánar og Grænhöfðaeyja í suðri. Hinn er öldungur Erik Bernskov, sem er frá Jyllinge, 40 kílómetrum vestan við Kaupmannahöfn.

 

Báðir voru þeir kallaðir sem svæðishafar Sjötíu. Ólíkt aðalvaldhöfum Sjötíu, þá dvelja þeir á heimili sínu, veita tilnefndum söfnuðum á svæðinu leiðsögn og stunda áfram atvinnu sína og þjóna sem sjálfboðaliðar.

 

Það hefur alltaf staðið næst hjarta þeirra að gefa af sér til samfélagsins. „Stuttu fyrir Kóvid-19 faraldurinn, hófum ég og eiginkona mín að bera frammorgunverð fyrir heimilislausa, einu sinni í viku kl. 6 að morgni, sagði öldungur Poznanski. „Að fá tækifæri til að þjóna fólki, fátækum og þurfandi, er alltaf blessun.“ Hann og eiginkona hans, Veronique, eiga saman fimm börn og níu barnabörn.

Öldungur Bernskov
Öldungur Bernskov

Þegar faraldurinn braust út og ekki var mögulegt að sækja kirkjusamkomur, vitjuðu öldungur Bernskov,eiginkona hans og ein önnur hjón einmana og eldri meðlima söfnuða í stiku þeirra, í dyragættinni. „Þau héldu fjarlægð og sungu sálm og gáfu þeim heimabakaða köku. „Bara að sjá brosin á andlitum þeirra sem um tíma höfðu ekki verið meðal fólks hafði áhrif á mig,“ rifjar hann upp.

Öldungur Bernskov sem er atvinnuráðgjafi að mennt, metur fjölskyldu sína mikils. Hann og eiginkona hans eiga saman fjögur börn og fimm barnabörn. Fyrir takmarkanirnar, naut hann þess að fara með börn sín í heimsókn í musteri kirkjunnar. Á þessum helgistöðum, sem eru í nokkrum borgum í Evrópu, ríkjir heilagleiki og friður. Í tveimur slíkum ferðum til Englands gaf hann sér líka tíma til að fara á fótboltaleiki.

Öldungur Bernskov minnist þess að hafa farið í langar gönguferðir úti í náttúrunni og varið tíma með fjölskyldunni eftir að heimurinn lokaðist. Síðasta ár hefur aukið skilning hans á gildi þess að tengast þeim sem umhverfis eru. „Þegar faraldrinum tekur að linna á ýmsum stöðum, vona ég að við munum aftur þjóna hvert öðru, vitja hvers annars og njóta þess að vera saman,“ segir hann.

Öldungur Poznanski leiðir menntunaráætlun fyrir ungmenni og ungt fullorðið fólk í Evrópu, sem er atvinna hans. Hann minnist þess að hafa haft áhyggjur af því að innskráðir nemendur gætu þurft að takast á við áskoranir í faraldrinum, sem gætu leitt til þess að þeir yrðu af kennslu eða tækju sér leyfi frá námi. Námsbekkir voru þó hafðir á netinu og hann varð vitni að guðlegu liðsinni. „Í árslok 2020 voru nemendur fleiri en árinu áður,“ rifjar hann upp.

Að vera kallaður sem svæðishafi Sjötíu, hefur hjálpað honum að læra að reiða sig á Guð,“ segir öldungur Poznanski. Hann fann til mikils kvíða og óvissu, en jafnframt elsku Jesú Krists. „Ég fann að ég þurfti ekki að hafa áhyggjur. Drottinn myndi hjálpa mér,“ sagði hann að lokum.