Nýtt forsætisráð Evrópusvæðisins hefur þjónustu

Kirkja í Frankfurt

Þann 1. ágúst 2019 hefur öldungur Gary B. Sabin formlega þjónustu sína sem hinn nýi forseti Evrópusvæðis Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Öldungi Massimo De Feo mun þjóna sem fyrsti ráðgjafi og öldungur Erich W. Kopischke sem annar ráðgjafi. Hið nýja forsætisráð var tilkynnt í apríl.

Heimslæg stjórnsýsla kirkjunnar skiptist í 21 landssvæði. Á þessum tíma er forsætisráð Evrópusvæðisins í forsvari fyrir 493.970 meðlimum í yfir 1.300 söfnuðum í rúmlega 40 löndum og 26 trúboðum og einum trúboðsþjálfunarskóla. Á svæðinu eru líka 15 musteri, hvort heldur starfandi, í byggingu eða endurnýjun eða ráðgerð til byggingar. Hið nýja svæðisforsætisráð mun, undir stjórn Æðsta forsætisráðsins og Tólfpostulasveitarinnar, veita leiðtogum og meðlimum kirkjunnar á þessu svæði andlega og stjórnunarlega leiðsögn.

Öldungur Sabin

Öldungur Sabin hefur þjónað í fjölda kirkjukallana, svo sem fastatrúboði í trúboði Hollands/Belgíu, biskup, stikuforseti og Svæðishafi Sjötíu.

Öldungur Sabin fæddist í Provo, Utah, 7. apríl 1954, og er handhafi meistaragráðu í stjórnsýslu frá Stanford háskóla og BA-gráðu í fjármálum frá Brigham Young háskóla. Starfsferill hans var á fasteignasviði, sem stofnandi og formaður/framkvæmdastjóri tveggja fyrirtækja sem voru skráð á verðbréfamarkaði í New York. Hann er stofnandi Sabin Children Foundation, sem sér börnum í þriðjaheimslöndum fyrir heilsugæslu. Hann giftist Valerie Purdy í ágúst 1976 og þau eiga saman sex börn.

Öldungur De Feo

Öldungur Massimo De Feo var studdur sem aðalvaldhafi Sjötíu í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, 2. apríl 2016. Þegar hann var kallaður, hafði þann þjónað sem meðlimur Þriðju sveitar hinna Sjötíu á Evrópusvæðinu. Öldungur De Feo hefur þjónað í fjölda kirkjukallana, svo sem fastatrúboði í Rómartrúboðini í Ítalíu, greinarforseti, umdæmisforseti, ráðgjafi í biskupsráði, háráðsmaður, stikuforseti og Svæðishafi Sjötíu.

Eftir þjónustu sína sem fastatrúboði, hóf hann starfsferil í alþjóðasamskiptum, er hann var ráðinn af utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og falið að starfa sem sendiráðsmaður í Ítalíu. Eftir rúmlega þrjátíu ára þjónustu, þjónaði hann síðast sem varasvæðisfulltrúi almannatryggingabóta fyrir svæðin Suður-Evrópa, Norður-Afríka og Miðausturlönd. Öldungur De Feo fæddist í Taranto í Ítalíu, 14. desember 1960. Hann giftist Loredanu Galeandro í ágúst 1984. Þau eiga saman þrjú börn.

Öldungur Kopischke

Öldungur Erich W. Kopischke var studdur sem aðalvaldhafi Sjötíu í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, 31. mars 2007. Hann þjónaði sem fyrsti ráðgjafi (2008-2009) og forseti (2009-2012) forsætisráðs Evrópusvæðisins. Áður en öldungur Kopischke var kallaður sem fastur aðalvaldhafi, var hann samræmingarstjóri yngri og eldri deilda trúarskólans í Evrópu. Snemma á starfsferli sínum var hann sjálfstæður tryggingamiðlari og varð síðar framkvæmdastjóri stórs tryggingafyrirtækis í Þýskalandi. Hann hlaut fyrstu starfsþjálfun sína og námsgráðu í viðskiptafræðum.

Öldungur Kopischke hefur þjónað í fjölda kirkjukallana, svo sem fastatrúboði í München trúboðinu í Þýskalandi, stikuforseti, umdæmisforseti, háráðsmaður og greinarforseti. Árið 2003 var hann kallaður til að vera í forsæti Berlínartrúboðsins í Þýskalandi.

Erich Willi Horst Kopischke fæddist í Elmshorn, Þýskalandi, 20. október 1956. Hann giftist Christiane Glück í desember 1978. Þau eiga saman sjö börn.