Rúmlega 150 eldri borgarar og þurfandi fjölskyldur njóta góðs af fjöltrúarlegu framtaki

Hjálparsamtök Síðari daga heilagra og Sjöunda dags aðventistar taka saman höndum við innkaup og heimsendingar máltíða.

People doing service
Hjálparsamtök Síðari daga heilagra og Sjöunda dags aðventistar tóku saman höndum og veittu aðstoð.

Heimsfaraldur Kóvid-19 hefur aukið þörfina á að takast á við hungur á meðal hinna fátæku á Grænhöfðaeyjum og þörfin er bæði útbreidd og brýn. Í febrúar 2021 tóku tvö hjálparsamtök sig saman um að hjálpast að við það verkefni.

Samtökin The Community Association for Developement of Pensamento (ACDO) sjá eldri borgurum fyrir matvælum og þjónustu á heimilum þeirra á Grænhöfðaeyjum.  Eftir að faraldurinn olli því að þeim var lokað, vildu þeir flytja matvælin í heimahús í staðinn. Hjálparbeiðni þeirra fékk hljómgrunn hjá Hjálparstofnun Síðari daga heilagra (HSDH), sem aðstoðaði við innkaup og flutning á þriggja mánaða birgðum af matvælum og nauðþurftum til sjötíu stórra fjölskyldna í borginni Praia. Þetta átak veitti yfir fjögur hundruð þurfandi einstaklingum hjálp.

„HSDH valdi að vinna með ACDP vegna þess að okkur fannst þeir vera að þjóna berskjaldaðasta fólkinu og jafnframt þeim sem höfðu orðið fyrir mestum áhrifum, hinum eldri og mæðrum ungra barna,“ sagði Lucilino Mendonca, fulltrúi Velferðar- og sjálfsbjargarþjónustu HSDH.

People doing service
Sjálfboðaliðar aðstoða við að hlaða matvælum og nauðþurftum í Praia.

Fljótlega eftir þetta fóru HSDHí samstarf við Sjöunda dags aðventista (SDA) uppi í hlíðum Monte Vermelho fjallsins, við að veita fimmtíu þurfandi fjölskyldum matarkörfur, ásamt áframhaldandi aðstoð fyrir aðrar fjörtíu fjölskyldur. Ungt fullorðið fólk og trúboðar frá söfnuðinum í Praia hjálpuðu til við að afhenda matarkörfurnar. Noemy Lopes, sem tilheyrir ungu fullorðnu fólki og hjálpaði til við dreifinguna, sagði: „Þetta var mjög góð reynsla fyrir mig þar sem ég fékk þau forréttindi að nýta tíma minn í að blessa líf annarra.“

Leiðtogar hjálparstofnanna beggja kirkna voru viðstaddir við lokaathöfnina í mars, 2021.  Rosevelt Teixeira, forseti Praia safnaðarins, sagði: „Þessi gjöf endurspeglar það sem við trúum;  sem meðlimir kirkjunnar fylgjum við Jesú Kristi með því að hlýða öðru mikilvægsta boðorðinu um að þjóna öðrum.“ Leiðtogi safnaðar SDA á svæðinu bætti við: „Það er áríðandi að samtök okkar eigi samstarf á þennan máta, að vinna að þeirri sameiginlegu trú okkar að þjóna öðrum.“

Hjálparstofnun Síðari daga heilagra er mannúðarstarf Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Tilgangur hennar er að líkna þjáðum, stuðla að sjálfsbjörg og veita tækifæri til þjónustu. Hjálparstofnun Síðari daga heilagra  vinnur að líknar- og þróunarverkefnum í 195 löndum og svæðum og veitir liðsinni án tillits til kynþáttar, trúarbragða eða þjóðernis. Hjálpin hefur að grundvelli reglur um persónulega ábyrgð, samfélagslegan stuðning, sjálfsbjörg og sjálfbærni. Hún er að mestu rekin af sjálfboðaliðum og starfar bæði sjálfstætt og í samstarfi við önnur góðgerðarfélög og stjórnvöld.