Sjálfsvíg: Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna og Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu leitast við að hjálpa

Kona situr á gólfinu

Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna, sem verið hefur 10. september á hverju ári frá 2003, vekur fólk til umhugsunar um orsakir og varnir sjálfsvígshegðunar. Sjálfsvíg og tilraunir til sjálfsvígs eru mikill heilsufarsvandi um heim allan. Hið minnsta 800.000 manns fremur sjálfsvíg á hverju ári og tilraunir til sjálfsvígs eru yfir 20 sinnum fleiri.

Í flestum trúarbrögðum heimsins er sjálfsvíg álitin alvarlega röng breytni, vegna þeirrar trúar að Guð hafi gefið okkur lífið og sjálfsvíg bindur endi á það líf. Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu viðurkennir vandann, en kennir að sjálfsvíg sé of flókið fyrirbæri til að dauðlegir menn geti dæmt þann sem það fremur. Leiðbeiningahandbók kirkjunnar er skýr og skorinorð hvað þetta varðar: „. . . Sá einstaklingur sem fremur sjálfvíg kann að vera óábyrgur gerð sinna. Einungis Guð er fær um að dæma slíkt atferli.

„Flestir sem reyna sjálfsvíg vilja ekki deyja; þeir vilja einfaldlega losna undan líkamlegum, geðræðnum, tilfinningalegum eða andlegum sársauka sem þeir upplifa.“ (https://www.lds.org/study/manual/how-to-help/warning-signs-of-suicide?lang=eng). Vandamál einstaklings kunna að sýnast svo hræðileg og óleysanleg að dauðinn virðist eina undankomuleiðin fyrir hann eða hana.

Ógæfa sjálfsvígs er sú að það eyðileggur ekki aðeins eitt líf, heldur kallar það hræðilegan sársauka og sekt yfir vini og fjölskyldu sem eftir lifa. Kristur er fús til að hugga og lækna sál þeirra sem að ósekju trúa að þeir beri ábyrgð á sjálfsvígi eða hefðu getað komið í veg fyrir það. Kirkjan hvetur ástvini til að minnast þessa vers í Jóhannes 14:27: „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist.“

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu veitir þeim von og skilning sem hugleiða sjálfsvíg, ráðgjöf og úrræði þeim sem reyna að hjálpa slíkum og huggun þeim sem eiga erfitt í kjölfari sjálfsvígs. Hún kennir að Guð skilur hinar margvíslegu raunir og áhrif jarðlífsins; sjálfsmorð skilgreinir ekki alla tilveru einstaklings.

Kirkjan hefur sett fram fjölda úrræða til að útskýra og koma í veg fyrir sjálfsmorð og hughreysta þá sem hafa misst ástvin vegna sjálfsmorðs. Finna má öll myndbönd og úrræði um efnið á suicide.lds.org.