Trúföstum Evrópubúum boðið að taka þátt í heimsráðstefnu

Þegar sænsk viðskiptakona, breskur lögfræðingur og rútubílstjóri frá Lúxemburg sitja öll fyrir framan sjónvarpið á sama tíma, þá er það vanalega út af fótboltaleik, konunglegu brúðkaupi eða Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Þann 3.–4. október, 2020 mun rafræn ráðstefna Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu leiða saman fólk víða að úr Evrópu og heiminum öllum, til að njóta einnar helgar, fylltri innblæstri og helgri tónlist.

Samtals fimm hlutar verða hafðir á komandi aðalráðstefnu. Hver hluti verður sendur út rafrænt úr litlum fyrirlestrasal í miðbæ Salt Lake City, í hinu bandaríska ríki Utah. Þeir verða einungis viðstaddir sem boðið er að flytja ræðu eða fara með bæn. Frekari upplýsingar um útsendingartíma má finna hér.

Rechenberg fjöskyldan
Rechenberg fjölskyldan fylgdist með ráðstefnunni í apríl 2020 frá heimili sínu í Zülpich í Þýskalandi.

„Í kirkju Jesú Krists munið þið finna fjölskyldur sem eru ekki mjög ólíkar ykkur. Þið munið finna fólk sem þarfnast aðstoðar ykkar og sem mun vilja hjálpa ykkur að verða besta mögulega útgáfa ykkar sjálfra – sá eða sú sem Guð skapaði ykkur til að verða,“ sagði öldungur Dieter F. Uchtdorf á síðustu heimsráðstefnu sem haldin var í apríl á þessu ári.

Þessi fyrrverandi atvinnuflugmaður frá Þýskalandi tilheyrir Tólfpostulasveitinni. Fleiri Evrópubúar eru í ráðandi stöðum í kirkjunni. Yfirbiskup kirkjunnar Gérald Caussé fæddist í Bordeaux.

Aðalráðstefnan apríl 2020
Aðalráðstefnan í apríl 2020 var send út frá litlum fyrirlestrarsal í höfuðstöðvum kirkjunnar á Musteristorginu. Kirkjuleiðtogar sátu saman með tveggja metra bil á milli sín, vegna Kóvid–19

Aðalráðstefnan er yfirleitt send út frá Ráðstefnuhöllinni, sem tekur 21.000 manns í sæti. Ráðstefnuhlutarnir laða yfirleitt að þúsundir gesta til Salt Lake City, allstaðar að úr heiminum. Fylgjandi sama mynstri og síðastliðin ráðstefna, þá munu allir hlutarnir í október einungis verða sendir út rafrænt. Það verður enginn viðburður opinn almenningi.

Meðal þeirra sem boðið er að fylgjast með ráðstefnunni rafrænt eru hálf milljón meðlima Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Evrópu. Beinar þýðingar á ræðunum og bænunum verða í boði á mörgum evrópskum tungumálum. Í kirkjunni eru yfir 16,5 milljónir meðlima um allan heim.

Tónlistin á ráðstefnunni er tekin upp fyrirfram.  Kór Musteristorgsins mun flytja tónlistina. Þessi 360 manna kór karla og kvenna hefur komið fram í frægum tónlistarsölum í Evrópu og víða um heim.

Lust fjöskyldan
Russell M. Nelson, forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, ávarpaði meðlimi og vini um heim allan á aðalráðstefnunni í apríl 2020. Lust-fjölskyldan frá Remseck am Neckar í Þýskalandi horfir á ráðstefnuna.