Leiðbeiningar Æðsta forsætisráðsins um hvernig gæta skal öryggis er samkomur og viðburðir kirkjunnar hefjast aftur

Kirkjusamkoma með takmarkaða nálgun

Æðsta forsætisráðið og Tólfpostulasveit Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu hafa heimilað að vikulegar trúarsamkomur og viðburðir geti hafist að nokkru í áföngum. Í tilkynningu sem send var í dag til aðalleiðtoga og staðarleiðtoga um heim allan segir að þetta geti einungis verið gert þegar reglugerðir stjórnvalda á staðnum leyfa svo og eftir að svæðisforsætisráð kirkjunnar hafa veitt staðarleiðtogum kirkjunnar frekari leiðsögn.

Þetta verður gert í tveimur áföngum og alltaf skal fara eftir tilmælum stjórnvalda, til að tryggja heilsu og öryggi allra sem hlut eiga að máli. Svæðisforsætisráð geta gert breytingar á neðangreindri forskrift, eins og aðstæður staðar krefjast og samþykkt er af tengiliði þeirra í Tólfpostulasveitinni og forsætisráði hinna Sjötíu. Stikuforsetar eiga samráð við biskupa við að tímasetja sérstaklega þær samkomur og viðburði sem hefjast aftur.

Hvíldardagssamkomur: Fyrsti áfangi

Styttar samkomur í samkomuhúsum með allt að 99 einstaklingum, fylgja tilmælum stjórnvalda á staðnum

Aðrar samkomur og viðburðir (þar með talið giftingar og útfarir): Fyrsti áfangi

Styttar samkomur, fylgja tilmælum stjórnvalda á staðnum eða hafðar með fjarbúnaði

Hvíldardagssamkomur: Annar áfangi

Samkomur í samkomuhúsum með 100 eða fleiri einstaklingum, fylgja tilmælum stjórnvalda á staðnum

Aðrar samkomur og viðburðir: Annar áfangi

Samkomur í samkomuhúsum má hafa með því að fylgja tilmælum stjórnvalda á staðnum.

„Við erum þakklátir fyrir trú meðlima okkar, er þeir hafa tilbeðið á heimilum sínum og fyrir blessanir þess að geta komið saman að nýju til tilbeiðslu og athafna.“ sagði Æðsta forsætisráðið.

Almennar leiðbeiningar

Kirkjuleiðtogum er boðað að lesa bréf frá Æðsta forsætisráðsins frá 16. apríl 2020, Stjórnunarreglur á krefjandi tímum, og tvö fylgiskjöl þess (sjá hér og hér). Þeim er líka boðið að íhuga þessar viðbótarreglur og leiðbeiningar, til að sporna áfram gegn útbreiðslu COVID-19.

  • Sýnið mikla aðgát við að vernda heilsu og tryggja öryggi meðlima. Hugið einkum að þeim meðlimum sem eru í áhættuhópi sökum heilsu og aldurs.
  • Ráðleggið einstaklingum sem finna til slappleika eða hafa fengið tilmæli um að vera í sóttkví eða hafa einhver eftirtalin einkenni, sem sýna að þeir ættu ekki að vera á samkomum: Hiti, hósti, mæði, höfuðverkur, nefrennsli eða hálsbólga.
  • Farið að tilmælum um félagslega fjarlægð, handþvott og annað sem tilgreint er í „Forvarnaraðgerðir fyrir meðlimi.“
  • Fylgið tilmælum stjórnvalda á hverjum stað um samkomur almennings, þar með talið hversu margir, hversu oft og hversu lengi. Fylgið vinsamlega tilmælum stjórnvalda.
  • Farið vinsamlega hægt yfir í eðlilega starfsemi, notið fjarbúnað áfram meðan þið hefjið samkomur í eigin persónu í áföngum, eins og tilgreint er hér á eftir. Þær samkomur í eigin persónu þar sem helgiathafnir eru framkvæmdar, t.d. skírnir og sakramentissamkomur, ættu að hafa forgang.

Í tilkynningunni til leiðtoga eru veittar fleiri leiðbeiningar um félagslega fjarlægð, hvað gera skal þegar kirkjumeðlimir óska eftir að koma á samkomu, hvað gera skal varðandi fjölmenna söfnuði í samkomuhúsi, viðeigandi hreinlætisreglur útskýrðar, hvernig þjónusta á sakramentis á öruggan hátt og fl.

Meðan beðið er eftir frekari fyrirmælum, er meðlimum áfram boðið að njóta heimilismiðaðrar hvíldardagstilbeiðslu.