Æðsta forsætisráðið veitir leiðbeiningar um hvernig stjórna á kirkjunni á krefjandi tímum

Samkoma á heimili

Hvernig ber að þjónusta, veita prestdæmisblessun eða sakramenti kvöldmáltíðar Drottins í heimsfaraldri? Þetta eru meðal þeirra efnisatriða sem Æðsta forsætisráð Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu fjallaði um í bréfi (sjá hér) og tveimur skjölum (sjá Leiðbeiningar um mikilvægar helgiathafnir, blessanir og annað tengt kirkjustarfi og Stjórnunarreglur á krefjandi tímum), sent leiðtogum kirkjunnar um heim allan, er hún tekst áfram á við áhrif af völdum COVID-19. Í Newsroom.ChurchofJesusChrist.org er einnig að finna þriðja skjalið (sjá Viðbrögð við COVID-19), sem svarar mörgum spurningum sem ekki er að finna í bréfi Æðsta forsætisráðsins til leiðtoga.

Skjölin tvö, sem send eru leiðtogum, útskýra stjórnunarreglur fyrir kirkjuna á krefjandi tímum.

„Meðfylgjandi eru leiðbeiningar um mikilvægar helgiathafnir, blessanir og annað tengt kirkjustarfi, leiðtogum til leiðsagnar í yfirstandandi ástandi og á þeim krefjandi tíma sem framundan er,“ segir í bréfi Æðsta forsætisráðsins. „Þessi skjöl eru gefin út til að bregðast við truflunum á verklagsreglum og viðburðum meðlima kirkjunnar af völdum heimsfaraldursins COVID-19. Þau ættu að vera til leiðsagnar eins lengi og faraldurinn varir í einhverju tilteknu landi eða héraði Frekari leiðsagnar mætti vænta síðar.“

Skjalið um stjórnunarreglur er leiðtogum til hvatningar. Það greinir frá óvenjulegum vanda líðandi stundar, ábyrgð sérhvers heilags til að vera góður heimsborgari, áminningu um að Drottinn hefur undirbúið þessa kirkju fyrir þessar áskoranir og nauðsynlegri leiðsögn fyrir leiðtoga til að framfylgja sínum kirkjulegu skyldum.

„Drottinn mun liðsinna okkur,“ segir í skjalinu. „Kraftur prestdæmisins og réttlæti meðlimanna mun gera okkur kleift að takast á við komandi tíma.“

Lesið allt skjalið: „Stjórnunarreglur á krefjandi tímum.”

Annað skjalið fjallar um nauðsynlegar helgiathafnir trúarinnar (skírnir, staðfestingar, helgiathafnir prestdæmisins og embættisísetningar), prestdæmisblessanir, þjónusta sakramentis kvöldmáltíðar Drottins, kirkjusamkomur og daglega þjónustu veitta af Síðari daga heilögum.

Helgiathafnir skírnar, staðfestingar og prestdæmisvígslu, verða að fara fram í eigin persónu. Ef nauðsyn krefur, þá geta þeir leiðtogar sem hafa umsjá með þessum helgiathöfnum (ásamt öðrum leiðtogum, fjölskyldu og vinum) horft á með fjarbúnaði.

Prestdæmisblessanir til lækningar hinum sjúku krefjast líkamlegrar snertingar handa á höfuð. Í skjalinu segir þó: „Eftir að hafa gripið til allra nauðsynlegra varúðarráðstafana, þar sem aðstæður banna að hendur séu lagðar á höfuð einhvers, er hægt að bjóða fram bæn, þar með talið að nota fjarbúnað. Það er trúarbæn en ekki prestdæmisblessun. Hver sem er getur hvenær sem er beðist fyrir, fastað eða þjónað öðrum á annan hátt.“

Líkt og hefur verið að gerast frá því um miðjan mars á þessu ári, þá geta biskupar heimasvæða heimilað prestdæmishöfum í söfnuðinum að undirbúa og þjónusta sakramentið á heimilum sínum. „Við óvenjulegar aðstæður, þegar sakramentið er ekki í boði,“ segir í skjalinu, „geta meðlimir huggað sig við að læra  sakramentisbænirnar og einsett sér að lifa eftir þeim sáttmálum sem þeir hafa gert og beðið fyrir þeim degi að þeir fái meðtekið það persónulega, réttilega þjónustað af prestdæminu.“

Lesið meira í skjalinu: „Leiðbeiningar um mikilvægar helgiathafnir, blessanir og annað tengt kirkjustarfi.

Í skjalinu Spurningar og svör er nokkrum öðrum mikilvægum spurningum svarað sem brenna á Síðari daga heilögum víða um heim. Eftirfarandi eru aðeins þrjú dæmi um spurningar:

  • Geta brúðkaup og útfarir farið fram í samkomuhúsum?

    Þar sem stjórnvöld takmarka með reglugerðum, ætti ekki að hafa brúðkaup, veisluhöld og útfarir í samkomuhúsum. Eins og lög leyfa, geta biskupar og stikuforsetar tekið þátt í brúðkaupum í viðeigandi umhverfi, þar sem hægt er að halda félagslegri fjarlægð. Einnig er hægt að nota fjarbúnað, til að leyfa fjölskyldu og vinum að fylgjast með athöfninni. Leiðtogar og meðlimir ættu að fara eftir fyrirmælum, reglugerðum og leiðbeiningum stjórnvalda.

  • Þurfa viðtöl fyrir musterismeðmæli áfram að fara fram í eigin persónu?

    Nei. Meðlimir biskupsráðs og stikuforsætisráðs geta tímabundið haft musterisviðtöl með því að nota fjarbúnað, augliti til auglitis. Áfram ætti að hafa viðtöl við bæði meðlim biskupsráðs og meðlim stikuforsætisráðs.

  • Eigum við áfram að taka þátt í blóðsöfnunum?

    Já, blóðsafnanir verða starfræktar áfram, en þurfa að fara að fyrirmælum, reglugerðum og leiðbeiningum stjórnvalda á hverjum stað og verklagi blóðsafnara (Rauða krossins eða annarra). Rauði krossinn getur notað samkomuhús og bílastæði samkomuhúsa, og aðrir aðilar færanlegs rýmis, ef farið er eftir öllum fyrirmælum, reglugerðum og leiðbeiningum stjórnvalda.

Lesið allt skjalið með spurningum og svörum: „Viðbrögð við  COVID-19: Spurningar og svör.“

„Við erum þakklát fyrir þá viðleitni margra ykkar að fylgja vandlega leiðbeiningum frá leiðtogum þjóða, ríkja og svæða um hvernig bregðast skuli við COVID-19 heimsfaraldrinum,“ sagði Æðsta forsætisráðið. Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er einnig að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana og veitir þeim liðsinni sem búa við neyð. Við núverandi aðstæður og við aðstæður sem kunna að koma upp í framtíð, mun kirkjan og meðlimir hennar einsetja sér í verki að vera góðir borgarar og góðir samfélagsþegnar.